Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SAS) var afhent á Reykjavíkurflugvelli í dag nýjan og sérútbúinn flugvallarslökkvibíl og tvo fullkomna björgunarbáta. 

„Þessi nýji búnaður stóreflir viðbragðsflýtinn og viðbúnaðarmöguleika liðsins“, segir Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkallsdeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Slökkviliðið fékk sérbúinn flugvallarslökkvibíl í fyrra og með bílnum sem það fékk í dag er liðið mjög vel sett hvað búnað varðar. Fyrir utan endurnýjun bíla- og bátakosts hefur ýmiss björgunarbúnaður verið aukinn og efldur og tækjakostur almennt.

Slökkviliðin á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust fyrir nokkru, en frá þeim tíma hefur átt sér stað uppbygging innan þeirra raða.