Síðastliðinn föstudag var opnaður nýr vegur norðaustur um Tjörnes ásamt nýrri brú á Lónsós í Kelduhverfi.
Þessi áfangi markar tímamót en með honum er nú lokið framkvæmdum, sem hófust árið 2001, við lagningu bundins slitlags frá Húsavík og norður fyrir Stóralæk í Öxafirði.

Vegurinn um Tjörnes er ríflega 40 kílómetra langur og nær frá Húsavík að Víkingavatni, og tæplega 3ja kílómetra tenging er svo að Rifsósi.

Um er að ræða einhverja mestu vegagerð sem ráðist hefur verið í hérlendis á seinni árum en kostnaður vegna framkvæmdanna er um einn og hálfur milljarður króna.

Ung heimasæta afhendir samgönguráðherra skæri við formlega opnun vegarins