Samgönguráðherra hefur skipað nýtt hafnaráð. Í fyrsta skipti í sögu hafnaráðs er kona skipuð sem formaður, Sigríður Finsen, hagfræðingur. Sigríður lauk BS gráðu frá háskolanum í York 1981 og M.Sc. gráðu frá London School of Economics 1985.
Aðrir aðalmenn í hafnaráði eru:
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, varaformaður.
Brynjar Pálsson, formaður samgöngunefndar Skagafjarðar.
Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík.
Ólafur M. Kristinsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Varamenn í hafnaráði eru:

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur, Tálknafirði.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd.
Björn Magnússon, formaður hafnarstjórnar, Akureyri.
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði.
Ólafur J. Briem, framkvæmdastjóri SÍK.