Samgönguráðherra opnaði fyrr í dag, að viðstöddu fjölmenni, nýtt hótel að Laugum í Dalabyggð, en um er að ræða endurbyggða gömlu heimavistina á staðnum.
Eigendur hótelsins eru Dalagisting ehf. sem sveitarfélagið Dalabyggð á um helmings hlut í ásamt Búnaðarsambandi Dalamanna, byggðastofnun, Flugleiðahótelum hf. auk fleiri smærri aðila. Flugleiðahótel hf. hafa tekið hótelið á leigu og munu sjá um rekstur þess undir merkjum Edduhótelanna.