Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi er sterkur flokkur. Í honum er einvala hópur sem hefur lagt grunn að traustu fylgi hans á undanförnum áratugum, hver á sínum stað.
Í prófkjörinu nk. laugardag snúa sjálfstæðismenn þriggja eldri kjördæma bökum saman og velja sér í fyrsta sinn sameiginlega forystusveit. Hlutverk hennar verður að standa vörð um fylgi flokksins og nýta styrk hans til áhrifa við stjórnvöl þjóðarskútunnar.
Ég hvet alla sjálfstæðismenn og aðra stuðningsmenn flokksins til þess að nýta tækifærið, fjölmenna á kjörstað, stilla upp öflugum lista og gera fyrsta prófkjörið í Norðvesturkjördæmi að upphafi margra sameiginlegra sigra á stjórnmálasviðinu. Ég gef kost á mér til að leiða það starf og mun einskis láta ófreistað til að leysa það verkefni af alúð og heilindum.
Kær kveðja,
Sturla Böðvarsson