40 milljónum króna verður varið í átaksverkefni um umferðaröryggi sem samgönguráðuneytið, Ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin standa að.

Nú fyrir stundu undirrituðu Sturla Böðvarsson, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu samstarfssamning, sem felur í sér aukið eftirlit lögreglu með hraðakstri, bílbeltanotkun og akstri undir áhrifum vímuefna. 

Um er ræða viðbót við hefðbundið lögreglueftirlit en minni hraðakstur, og aukinn bílbeltanotkun, skila mestum ávinningi í baráttunni við alvarleg slys og dauðaslys. Á tímabilinu 2005-2008 verður 687 milljónum króna varið til að minnka hraðakstur og auka bílbeltanotkun. Vonir standa til um að í kjölfar aðgerðanna fækki alvarlega slösuðum um að jafnaði 4,8 og dauðslysum fækki að jafnaði um 2,5.

Ávinningur af auknu eftirliti lögreglunnar verður metinn og skilar embætti Ríkislögreglustjóra mánaðarlega skýrslu til Umferðarstofu þar sem gerð er grein fyrir gangi mála. Sömuleiðis verður fjölmiðlum greint frá ávinningi aðgerða.

Samstarfssamningur nær til næstu þriggja mánaða en vonir standa til um að gerður verði áframhaldandi samstarfssamningur í einhverri mynd ef vel tekst til.

Marmið stjórnvalda er að árið 2016 verði fjöldi alvarlegra slasaðra og látinna sambærilegur við það sem lægst gerirst í heiminum. Stefnt er að því að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5% til ársins 2016. Til að markmiðið náist hefur umferðaröryggisaðgerðum verið forgangsraðað með tilliti til ávinnings. Eftirfarandi eru þær umferðaröryggisaðgerðir sem unnið verður að á næstu árum:


























































Umferðaröryggisaðgerðir:

Fækkun látinna

Fækkun alvarlegra slasaðra

Fjármögnun 2005-2008
Hraðakstur og bílbeltanotkun
2,5

4,8

687
Leiðbeinandi hraðamerkingar
0,3

0,9

17
Eyðing svartbletta
0,5

2,3

312
Ölvun/fíkniefni við akstur
0,5

2,7

228
Umferðaröryggi í öryggisstjórnun fyrirtækja
0,1

0,6

15
Umferðaröryggi í námsskrá grunnskóla
0,2

1,0

62
Öryggisbeltanotkun í hópbifreiðum
0,0

0,3

16
Forvarnir erlendra ökumanna
0,2

1,2

47
Slysum og óhöppum v. lausagöngu búfjár fækkað með girðingum
0,1

0,7

156
Samtals
4,2

14,5

1.540 m.