Um 700 gestir mættu á fund Sjálfstæðisflokksins á Grand Hótel 30. janúar undir yfirskriftinni Snúum vörn í sókn. Mikill hugur er í fundargestum gagnavart þeim verkefnum sem framundan eru. 

Sjálfstæðisflokkurinn efndi til stjórnmálafundar á Grand Hótel föstudaginn 30.janúar s.l. en þann dag hafði verið gert ráð fyrir að Landsfundur flokksins stæði yfir. Fundinum var frestað. Að beiðni formanns flokksins stjórnaði ég fundinum og  opnaði dagskrá fundarins með eftirfarandi ávarpi:

Formaður Sjálfstæðisflokksins Geir H Haarde, varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ágætu sjálfstæðismenn.

Í nafni Sjálfstæðisflokksins býð ég ykkur velkomin til þessa fundar. Við komum saman í dag á  miklum umbrota tímum þegar við okkur blasir meiri óvissa við stjórn landsins en við höfum þekkt.

Við  aðstæður okkar Íslendinga er mikilvægt að við sjálfstæðismenn komum saman til þess að þétta raðirnar, meta stöðu okkar, undirbúa okkur fyrir kosningar  og tryggja að hugsjónir okkar eigi hljómgunn og fái notið sín í þágu þjóðarinnar.

Það gerum við best með því að efla hugmyndafræðilegan styrk flokksins og stefnu hans, með því að herða á starfi flokksins um allt land og með því að fylkja okkur að baki þeim forustumönnum sem af framsýni leggja allt afl sitt í að  stýra flokknum gegnum þann ólgu sjó sem við munum sigla næstu misseri.

Dagskrá fundarins liggur fyrir.

Við skulum taka vel á móti  formanni Sjálfstæisflokksins sem flytur nú ræðu sína. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins tekur til máls.