Fimmtudagskvöldið 1. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki. Liðlega þrjátíu manns mættu til fundarins. Til umræðu voru m.a. góð tíðindi af samkeppnishæfi ferðaþjónustunnar en Ísland er í fjórða sæti yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar af 124 löndum sem gerð var útttekt á.