Miðvikudaginn 22. febrúar hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á veitingahúsinu Fimm fiskum í Stykkishólmi. Þrátt fyrir leiðinda veður var húsfylli þar sem skipst var á skoðunum um samgöngumál. Ýmsar hugmyndir voru ræddar m.a. um lestarsamgöngur og háhraðatengingar. Greinilegt var að fundarmenn voru mjög vel inni í málefnum fundarins. Fundurinn var í alla staði skemmtilegur og líflegur.