Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Krákunni í Grundarfirði í gærkvöld. Jensína tók á móti fundarmönnum með heitu kaffi og fór vel um fundarmenn. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður urðu m.a. um fjarskiptamál, öxulþunga og burðargetu vega auk þess sem fundarmenn ræddu reglur um hvíldartíma ökumanna.