Sunnudaginn 4. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tvo fundi um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrri fundurinn var haldinn á Blönduósi kl. 17:00 en þangað mættu tæplega 40 fundargestir. Greinilegt var að þar er fylgst vel með samgöngumálum og líflegar umræður spunnust.
Eftir fundinn hélt samgönguráðherra til Hvammstanga þar sem tæplega 30 manns mættu til fundar. Eins og gefur að skilja var brenna fjarskiptamál á þeim bændum sem enn hafa ekki haft kost á aðgangi að háhraðatengingum og voru þau mál rædd í þaula. Fundurinn hófst kl. 20:30 og lauk um 22:30.