Sturla Böðvarsson var á ferðinni um Vestfirði og Vesturland á mánudag og þriðjudag. Flogið var í fallegu veðri á mánudagsmorgun eins og myndin staðfestir. Á mánudagskvöld var opinn fundur á Patreksfirði þar sem rúmlega 80 manns mættu til fundar um samgöngu- og fjarskiptamál. Umræður á fundinum voru líflegar og skemmtilegar. Daginn eftir lá leiðin eftir Barðarströndinni og í Búðardal þar sem samskonar fundur var haldinn. Ríflega 70 íbúar mættu til fundarins þar sem umræður voru ekki síður líflegar. Á myndasíðunni má finna fjölbreyttar myndir úr ferðinni.