Sturla Böðvarsson vígði nýja iðnaðarhöfn að Mjóeyri við Reyðarfjörð síðastliðinn föstudag.
Nýstárlegri aðferð var beitt við vígsluna þegar samgönguráðherra sló kampavínsflösku við hafnarkantinn líkt og þegar nýjum skipum er gefið nafn.
Hin nýja höfn kemur meðal annars til með að þjóna Álveri Alcoa auk annarra fraktflutninga. Lengd viðlegukantsins er 380 m og viðlegudýpi er 14,3 m. Heildarkostnaður verksins nemur um 1,2 milljarði króna.
Gengið í takt á leið til vígslunnar |