Föstudaginn 9. desember var í Listasafni Reykjavíkur opnuð sýningin „Ný sýn í ferðaþjónustu“.

Sýningin er afrakstur samstarfsverkefnis nema úr viðskiptadeild Háskólands í Reykjavík og nema úr hönnunar- og arkitektúrsdeild Listaskóla Íslands. Sturla Böðvarsson opnaði sýninguna og afhenti verðlaunapening Ferðamálaráðs til nemenda sem stóðu að bestu verkefnunum.

Að þessu sinni höfðu öll verkefnin sameiginlegt þema sem laut að nýjungum á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Sérstaklega var horft til þátta í menningu og sögu lands og þjóðar. Tveir nemendahópar hlutu verðlaun fyrir verkefni sín, en þau þóttu bera af hvað varðar skapandi og ögrandi hugsun annars vegar og raunhæfa útfærslu hins vegar.

Verðlaunin í ár hlutu: Vargur – Hrafnaþing og Álfar og huldufólk – einstakar upplifanir í náttúru Íslands.