Nýjustu færslur

Fundur með sjálfstæðismönnum í Kópavogi

Samgönguráðherra talaði í morgun, ásamt Gunnari Birgissyni, á opnum fundi um samgöngumál, sem Sjálfstæðisfélag Kópavogs gekkst fyrir. Fundurinn var vel sóttur og voru samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu rædd fram og aftur.

Dagbók ráðherra – aðalfundur Flugleiða

Ákveðið hefur verið að birta hér á heimasíðunni atriði úr dagbók ráðherra. Í dagbókinni í dag má m.a. sjá að ráðherra situr aðalfund Flugleiða hf. sem hófst í dag kl. 14.00

Öryggismál farþegaferja

Fyrr í dag efndi samgönguráðherra til blaðamannafundar. Tilefni fundarins var útkoma skýrslu um björgunar- og öryggismál farþegaskipa. Samgönguráðherra óskaði eftir því í lok síðasta árs við Siglingastofnun Íslands og Slysavarnaskóla sjómanna að gerð yrði úttekt á björgunar- og öryggismálum um borð í skipum með leyfi til fólksflutninga. Fjögurra manna vinnuhópur hefur nú skilað ýtarlegri úttekt. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður úttektarinnar, og í framhaldi hennar hefur ráðherra falið Vegagerðinni og Siglingastofnun Íslands að bregðast þegar við og koma með tillögur um aðgerðir fyrir 15. apríl.

1 167 168 169 170 171 172