Nýjustu færslur
Ræða á hátíðarsamkomu vegna Green Globe-vottunar Snæfellsness, sunnudaginn 8. júní 2008
Forseti Íslands, sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi og aðrir góðir gestir og heimamenn.
Til hamingju með daginn. Ég þakka þann heiður að fá að ávarpa ykkur við þetta einstaka tækifæri.
Ekkert land verður numið og nýtt til búsetu án þess að það beri þess einhver merki.
Tilfinning okkar Íslendinga fyrir landinu, fyrir náttúrunni og raunar öllu okkar umhverfi hefur sem betur fer þroskast mikið samhliða stórauknu álagi af veru mannsins á þessu fallega landi okkar. Með löggjöf eru okkur settar skorður og kröfur einstaklinga um góða umgengni og bætt umhverfi hafa vaxið.
Árangurinn blasir við þar sem bláfáninn og grænfáninn hafa verið dregnir að húni við stofnanir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Það er vissulega tákn um árangur.
Er Þorsteinn að ganga í Samfylkinguna?
Ég var ekki vaknaður í gærmorgun þegar árrisull lesandi Morgunblaðsins á Snæfellsnesi hringdi. Hann þurfti ekki að kynna sig áður en hann sagði. „Er Þorsteinn Pálsson að ganga í Samfylkinguna“?
Árásin á Alþingi
Í vikunni var brotin rúða í Alþingishúsinu. Árásaraðilarnir voru handteknir. Ofbeldissinnaðir mótmælendur hafa reyndar látið lítið fyrir sér fara við Austurvöll eftir að minnihlutastjórnin var mynduð í febrúar og Vinstri grænir settust í ríkisstjórn.
Beðið eftir stjórnarflokkunum
Eins og oft áður er mikið rætt um nauðsyn þess að byggja upp flutningakerfið í landinu með lagningu betri vega. Jafnframt er litið til þess að slíkar framkvæmdir skapi mikla atvinnu á meðan framkvæmdum stendur. En skortur á fjármagni setur slíkum áformum miklar skorður eins og oft áður. Það þekkir undirritaður vel. Á átta ára ferli sem samgönguráherra stóð ég frami fyrir því að þurfa að fresta framkvæmdum í þágu stöðugleika og til þess að hægt væri að jafna fjárlagahalla.
Blogg og persónuníð á vefmiðlum
Í síðustu viku var fjallað um það í Fréttablaðinu hversu erfitt það er að loka á persónuníð á netinu. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru Persónuvernd og dómsmálaráðuneyti að skoða leiðir til enn hertari aðgerða til að bæta persónuvernd á netinu.