Nýjustu færslur

Jákvæð áform í stjórnarsáttmála-Jóhanna Sigurðardóttir tekur sönsum

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem kennir sig við norræna velferð, hefur kynnt þjóðinni  samstarfsyfirlýsingu sem stjórnin hyggst vinna eftir. Þar kennir margra grasa. Flest er þar óljóst eins og við var að búast. Gefin eru stóryrt fyrirheit, m.a. stefnt  að ,,varanlegri velferð”, eins og segir í yfirskrift eins kaflans. Fróðlegt verður að fylgjast með efndum og útfærslu á því sem er kallað varanleg velferð. 

Lesa meira

Kveðja frá Sturlu Böðvarssyni

Ágætu samherjar, samstarfsmenn og aðrir íbúar Norðvesturkjördæmis. Nú er komið að starfslokum mínum sem alþingismanns. Ég hef átt því láni að fagna að vinna með mörgu góðu fólki, hvaðanæva úr kjördæminu. Sú samvinna hefur reynst farsæl. Ég er þakklátur fyrir að mér hafi verið treyst fyrir málefnum kjördæmisins og vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem unnið hafa með mér, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og öðrum, fyrir gott samstarf.

Lesa meira

Samfylkingin er ótrúverðugur stjórnmálaflokkur

Samfylkingin er mikilli vörn um þessar mundir. Hún stendur þannig að málum á vettvangi ríkisstjórnar að allt er komið í óefni og vinnubrögðin öll með ólíkindum.  Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráherra, virðist vera að missa tökin á sínu fólki sem og Vinstri grænum sem fara sínu fram og gera lítið úr verkstjórn Jóhönnu þegar við á.  Steingrímur J. er eins og sögupersónan Jón sterki í Skuggasveini . Hann talar og talar en minna fer fyrir vitrænu verklagi.  Það þekkja þeir sem með honum hafa unnið í þinginu. Samstarf Samfylkingar við Vinstri græna virðist vera farin að skapa ólgu, óvissu  og óróleika vegna ólíkra skoðana á mikilsverðum málum.  

Lesa meira

1 3 4 5 6 7 171