Eins og fastagestir á vef ráðherra hafa eflaust tekið eftir, hefur lítil sem engin hreyfing verið á vefnum um bænadagana. Skýringin er einföld, þ.e. páskafrí. Nú eru páskar að baki, og viðbúið að á næstu dögum fjölgi færslum hér á síðunni, ekki síst í ljósi þess að nú styttist í störfum Alþingis, en stefnt er að frestun þingfunda 11. maí. Gert er ráð fyrir Eldhúsdagsumræðum að kvöldi 10. maí.