Nú styttist í að hinn margumræddi laugardagur, 9. nóvember, renni upp. Sturla er á ferð um kjördæmið í dag, líkt og undanfarnar vikur – og í raun líkt og undanfarin ár.
Eftir ríkisstjórnarfund í morgun heimsótti Sturla Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Sturla fundaði með Magnúsi Jónssyni, rektor landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um málefni skólans. Jafnfram hitti hann annað starfsfólk og nemendur. Eftir hádegi var Sturla á Akranesi þar sem hann heimsótti m.a. valarheimili eldri borgara, Höfða. Síðdegis var  hann við opnun kortasýningar í Þjóðmenningarhúsinu.