Samgönguráðherra er á ferð um Austfirði í dag og skoðaði í morgun framkvæmdir við byggingu nýrrar ferjuhafnar á Seyðisfirði. Nýja Norræna kemur til með að leggjast þar að. Síðar í dag mun ráðherra líta á fyrirhugaðan gangamunna Fáskrúðsfjarðarmegin, við göngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Skrifað verður undir samning við Ístak hf. og E.Pihl & Sön í dag, en þeir koma til með að vinna verkið.