Samgönguráðherra er nú á ferð í kjördæminu, en þessa viku er kjördæmavika á Alþingi. Þingmenn Vesturlandskjördæmis eru saman á ferð. Í gær var m.a. fundað á Akranesi, í Borgarnesi, á Hvanneyri, og í Dalabyggð. Nú eru þingmennirnir í Stykkishólmi, og verða í Grundarfirði og í Snæfellsbæ síðar í dag. Á morgun verður síðan haldinn aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að Laugum.