Samgönguráðherra var í Skagafirði í gær. Hann heimsótti m.a. Vegagerðina á Sauðárkróki og ávarpaði málþing um ferðaþjónustu á Hólum í Hjaltadal. Um kvöldið héldu Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fund um samgöngumál á Sauðárkróki þar sem ráðherra var með framsöguerindi. Að því loknu svaraði hann ásamt Einari Guðfinnssyni og Adolf Berndsen fyrirspurnum fundarmanna, sem voru af ýmsum toga.
Líkt og Húnvetningar höfðu Skagfirðingar áhyggjur af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um færslu hringvegarins frá Varmahlíð og Blönduósi. Einnig voru ræddar hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir, umferðaröryggisaðgerðir eins og fækkun einbreiðra brúa og áherslur í ferðamálum.