Í dag, fimmtudag, verður ráðherra á ferð um suðurfirði Vestjfarða. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Í kvöld verður síðan haldinn almennur fundur um samgöngumál í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og eru allir velkomnir.