Fyrr í dag opnaði samgönguráðherra menningar- og fræðasetur í „Fjöruþorpinu“ í Hafnarfirði. Um er að ræða handverks- og listhús með aðstöðu fyrir listamenn, með aðstöðu til listsköpunar, sýninga og sölu handverks og listmuna. Húsið, sem er tengt starfsemi Fjörukráarinnar, styrkir enn frekar það litla víkingaþorp sem í raun er að rísa í Hafnarfirði, og er virðingarvert framtak í eflingu ferðaþjónustunnar.