Samgönguráðherra ásamt starfsmönnum Vegagerðarinnar og sveitarstjórnarmönnum úr Dalabyggð, Saurbæ og frá Reykhólum, skoðuðu framkvæmdir á Bröttubrekku síðastliðinn mánudag.
Það er verktakafyrirtækið Arnarfell sem vinnur verkið og umsjónarmaður þess er Þór Konráðsson. Í ferðinni kom fram að mönnum þætti verkið hafa gengið hratt og vel fyrir sig og bjartsýni ríkti um að skil þess yrðu samkvæmt áætlun. Ingvi Árnason deildarstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi skýrði framkvæmdina og við hvaða vanda starfsmenn hefðu átt að etja á verktímanum fram til þessa.

Í ferðinni var í fyrsta sinn farinn nýr vegur yfir Bjarnadalsá, en hann kemur í stað einbreiðrar brúar sem byggð var 1985. Stokkurinn sem byggður var í ánni er 102 metrar að lengd og allar fyllingar þar í kring mjög miklar. Eiga Arnarfellsmenn heiður skilinn fyrir góðar lausnir við úrlausn vandasamra atriða sem upp hafa komið á verktímanum.

Eftir skoðunarferðina nutu ferðamenn góðra veitinga í vinnubúðum Arnarfells og ræddu þar um þann áfanga sem nú er að nást. Samhugur var um að hér væri um verulega samgöngubót að ræða sem myndi bæta búsetuskilyrði og auka umferð ferðamanna norðan „brekku“.






 

 

 

 

 

 

Bjarnadalsá

 

 

 

 

 

 

 

 

Hópurinn samankominn