Samgönguráðherra var á ferð um norðanverða Vestfirði í gær, þriðjudag.
Samgönguráðherra flaug vestur til Ísafjarðar um hádegisbilið í gær, og skoðaði úr lofti snjóalög á heiðum, sér í lagi Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Þessar heiðar eru að öllu jöfnu ófærar á þessum árstíma en nú eru snjóalög í þvílíku lágmarki að þær hafa verið opnaðar – fyrr en elstu menn muna.

Þá heimsótti ráðherra starfsfólk Landssímans á Ísafirði og svaraði nokkrum símtölum hjá 118 sem er með hluta af símsvörunarþjónustu sinni þar. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.