Í gær, fimmtudag, gekkst samgönguráðuneytið ásamt Vegagerðinni og Flugmálastjórn fyrir ráðstefnu um almenningssamgöngur. Ráðstefnan var haldin á Hótel Borgarnesi og sóttu hana hátt í hundrað manns.
Við setningu ráðstefnunnar sagði ráðherra m.a. ljóst að mikil gerjun ætti sér nú stað á sviði almenningssamgangna, hvort heldur sem litið væri til sérleyfisaksturs, ferjurekstur eða innanlandsflugsins. Ráðherra sagði líklegt að skipulagsbreytingar þyrftu að koma til á þessu sviði og að hann væri tilbúinn til þess að beyta sér fyrir því að svo gæti orðið.