Samgönguráðherra flytur í dag kl. 16.30 erindi á opnum fundi Upplýsingatækninefndar Sjálfstæðisflokksins. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fjarskipti í brennidepli. Nánar um ráðstefnuna og dagskrá hér fyrir aftan.
Fjarskipti í brennidepli
Sala Landssímans – Ný lög um fjarskipti – Tækifæri í fjarvinnslu – Öryggi fjarskiptakerfis

Opinn fundur í málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um upplýsingatækni miðvikudaginn 7. júní kl. 16.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Dagskrá:

Fjarskipti á Íslandi – forsendur framfara
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra
Einkafyrirtæki: Tækifæri til fjarvinnslu á landsbyggðinni
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður
Tækifæri í fjarvinnslu með nýjustu tækni – Reynsla af fyrstu sporum
fjarvinnslu á Íslandi
Árni Sigfússon, forstjóri Tæknivals
Sambandslaust Ísland 2003?
Halldór Kristjánsson, forstjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar
Síminn í samkeppnisumhverfi
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landsímans
Sala Landsímans – samkeppnismál
Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma

Fundarstjóri: Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.