Þann 10. september var haldinn samráðsfundur í Hóla-skóla um samgöngumál í Skagafirði.
Aðal áherslan var á almenningssamgöngur innan svæðisins og flugsamgöngur. Sturla Böðvarsson kynnti stöðu og stefnu samgönguráðuneytisins í þessum efnum og síðan kynntu aðrir fundarmenn sín sjónarmið. Umræður voru  hreinskiptar og mjög gagnlegar og ljóst er að þessi fundur hvatti til frekara samstarfs í þessum efnum á næstunni.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hólaskóla.