Út er komið rit á vegum samgönguráðuneytisins um það sem gerst hefur í meginatriðum á undanförnum árum í málaflokkum er heyra undir ráðuneytið. Fyrst og fremst er litið til síðustu fjögurra ára, en jafnframt er litið fram á veginn.

Miklar breytingar og framþróun hefur átt sér stað á þessu tímabili. Markvisst hefur verið unnið að því að efla samgöngur og bæta öryggið í samgöngukerfi þjóðarinnar. Þá hefur í fyrsta sinn verið lögfest ein samgönguáætlun fyrir samgöngumátana þrjá. Einnig hefur lagaumhverfið gjörbreyst og aukin áherslan verið lögð á ferðamálin.

Samgöngur á nýrri öld (2.55MB)