Grein samgönguráðherra sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Það eru gömul sannindi og ný að góðar samgöngur eru lykill þjóðar að velgengni. Allar götur til þess tíma að lýðveldi var stofnað á Íslandi höfðu siglingar verið mikilvægasta flutningaleiðin sem notuð var á Íslandi. Í rúm sextíu ár hefur staðið yfir þrotlaust starf við að byggja upp vegakerfið sem megin flutningaleið og því verki er fjarri því lokið. Má segja að hér hafi verið farin sama leið og víða annars staðar í Evrópu við að tengja saman byggðir, flugvelli og hafnarsvæði með öflugu vegakerfi. Járnbrautir eru raunar einnig mikilvægur þáttur í samgöngkerfi flestra landa utan Íslands og í flestum löndum reknar með miklum halla sem greiddur er af skatttekjum.

Hvergi hef ég heyrt að uppbygging vegakerfis þjóða sé háð fjölda íbúa eftir landssvæðum. Það hefði trúlega orðið lítið úr vega- og gangagerð í Ölpunum ef byggt hefði verið á þeirri viðmiðun. Í flestum löndum eru skatttekjur nýttar til þess að byggja upp vegakerfið og fjármagni er dreift miðað við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu samgöngukerfisins í þágu atvinnulífs og auðlindanýtingar og í þágu íbúa en ekki í samræmi íbúafjölda hvers svæðis.

Í umræðum um Samgönguáætlun hefur komið fram krafa þingmanns og borgarfulltrúa að fjöldi íbúa hvers landssvæðis ráði því hvar skatttekjur ríkisins verði nýttar til að leggja vegi, byggja brýr og grafa jarðgöng. Frá sjónarhóli samgönguráðherra, sem ber ábyrgð á uppbyggingu samgöngukerfisins og flutninga um landið og ber jafnframt ábyrgð á umferðaröryggismálum, er þetta illskiljanleg krafa.

Þörfin fyrir góða vegi er margbreytileg og rökin fyrir uppbyggingu vegakerfisins einföld og fljótt upp talin. Í fyrsta lagi tengd auðlindanýtingu sem er í þágu allrar þjóðarinnar. Auðlindirnar eru einkum nýting fiskimiða, nýting orkulinda og ferðaþjónusta sem selur náttúru Íslands sem aðdráttarafls. Í öðru lagi vegna tengingar byggða í landinu og í þriðja lagi til þess að auka öryggi á vegakerfinu, m.a. vegna bæði innlendra og erlendra ferðamanna sem fer stöðugt fjölgandi og leggja leið sína að helstu náttúruperlum landsins.

Til þess að horfa megi til heildarhagsmuna er óhjákvæmilegt að líta á verkefnið frá því sjónarhorni að fjármunir nýtist þar sem þörfin er mest og ávinningur mestur. Í því sambandi er rétt að nefna að það er mat sérfræðinga að fáar höfuðborgir búi við betri samgöngur en Reykjavík. Engu að síður er það að eðlileg krafa að Sundabraut verði lögð sem ein þriggja megintenginga við höfuðborgarsvæðið. Krafa um aukna fjármuni til höfuðborgarinnar umfram aðra landshluta kallar á skýringar. Þingmenn og borgarfulltrúar hafa af mikilli ósanngirni haldið því fram að samgönguráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi unnið gegn hagsmunum höfuðborgarinnar með takmörkuðum fjárveitingum.

Til þess að gefa lesendum mynd af hver þróun fjárveitinga til höfuðborgarsvæðisins hefur verið er rétt að líta á meðfylgjandi töflu. Minnt er á að vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar ákvað fjárveitingar 1991 í tíð Steingríms J. Sigfússonar þá samgönguráðherra:

Til þess að gefa lesendum mynd af þessu stóra viðfangsefni sem er uppbygging vegakerfisins er hér birt tafla sem sýnir lengd vega eftir landsbyggðarkjördæmum og hlutfall vega með bundnu slitlagi.

Ár 2004



























































Stofnvegir

Tengivegir

Safnvegir

Landsvegir

Samtals

Alls    Malbik

Alls    Malbik

Alls   Malbik

Alls   Malbik

Alls     Malbik

km    km   %

km     km   %

km   km   %

km   km   %

km      km   %

Suðurkjördæmi

934   857  92

1089   392 36

553   44   8

971   62   6

3547 1 355 38

Norðvesturkjördæmi

1766 1367 79

1749   174 10

944   11   1

648     3 

5107 1555  30

Norðausturkjördæmi

1372 1021 74

998    202  20

653   20  3

936    66  7

3959 1309  33

Samtals

4072 3245 80

3836  768  20

2150  75  3

2555 131  5

12613 4219 33


Í Reykjavíkurkjördæmunum eru stofn- og tengivegir 83 km. Á því vegakerfi er þörfin einkum að auka afkastagetu með fjölgun akgreina og mislæga gatnamóta.
Af framansögðu má sjá að í ráðherratíð minni hafa fjárveitingar til höfuðborgarsvæðisins vaxið verulega. Í annan stað blasir það við að stærstu verkefnin eru úti á landi þó mikilvæg verkefni séu einnig á höfuðborgarsvæðinu. Bætt vegakerfi eykur hagkvæmni allra atvinnugreina sem nýta það og um leið batna búsetuskilyrði um landið allt. Endurbætur á vegakerfinu auka umferðaröryggi. Þegar á heildina er litið liggja þjóðarhagsmunir í því að byggja upp vegakerfið um land allt en ekki bara á höfuðborgarsvæðinu og um það þarf að ríkja sátt. Ég vil sem samgönguráðherra leggja mitt af mörkum við að byggja upp samgöngukerfi í þágu allrar þjóðarinnar. Það er vissulega kerfjandi en um leið áhugavert og gefandi verkefni.

Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra