Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, mun ávarpa ráðstefnu evrópskra samgönguráðherra í dag, en hún er að þessu sinni haldin í Slóveníu.

Fjöldi samgönguráðherra er þar saman kominn til að ræða það sem efst er á baugi í samgöngumálum landanna, en þetta er í 88. sinn sem ráðstefnan er haldin. Á heimasíðu ráðstefnunnar er að finna ýmsar upplýsingar svo sem eins og dagskrá ráðstefnunnar.