Samgönguráðherra verður í Þórshöfn dagana 15.-17. september, þar sem fram fer Vestnorræna ferðakaupstefnan Vestnorden.
Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands Grænlands og Færeyja hafa staðið að síðastliðna tvo áratugi. Sýnendur á kaupstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Hjaltlandseyjum taka þátt. Á ferðakaupstefnunni hitta sýnendur ferðaheildsala víðsvegar að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna. Á heimasíðu Vestnorden 2003 er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.