Sturla Böðvarsson átti fyrr í dag fund með Mr. Jacques Barrot, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóra samgöngumála.

Á fundinum var m.a. rætt um samningaviðræður ESB og Bandaríkjanna um loftferðasamninga, þ.e. svokallaðar Open Skies samningaviðræður, og hagsmuni Íslands í þeim efnum. Einnig var rætt um mögulega aðild Íslands að sameiginlegu loftrými Evrópu, þ.e. the Single European Sky. Loks var rætt um umferðaröryggismál.









Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra ásamt Jacques Barrot, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóra á sviði samgöngumála, sem er fyrir miðju. Með þeim á myndinni eru Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, og Jakob Falur Garðarsson, starfsmaður samgönguráðuneytisins í Brussel.