Sturla Böðvarsson átti fyrr í dag fund með Mr. Jacques Barrot, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóra samgöngumála.
Á fundinum var m.a. rætt um samningaviðræður ESB og Bandaríkjanna um loftferðasamninga, þ.e. svokallaðar Open Skies samningaviðræður, og hagsmuni Íslands í þeim efnum. Einnig var rætt um mögulega aðild Íslands að sameiginlegu loftrými Evrópu, þ.e. the Single European Sky. Loks var rætt um umferðaröryggismál.