Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, verður í opinberum erindagjörðum í Nýfundnalandi og Nova Scotia dagana 19.-29. ágúst næstkomandi. Heimsókn ráðherrans tengist hátíðahöldum vegna landafundanna, og mun hann m.a. vera við komu Íslendings til Halifax. Þá er einnig á dagskrá ráðherra að afhjupa minnisvarða um 125 ára afmæli byggðar Íslendinga á Nova Scotia og heimsókn í höfuðstöðvar Eimskips í tilefni af tíu ára afmæli skrifstofu þeirra í Halifax.

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, mun gegna störfum samgönguráðherra í fjarveru hans.