Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra og Magnús Stefánsson félagsmála-ráðherra, sem báðir eru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, áttu með sér fund í félagsmálaráðuneytinu í morgun þar sem þeir fóru meðal annars yfir stöðu atvinnumála á Vestfjörðum sem verið hafa í brennidepli undanfarið.

Á fundi sínum fjölluðu þeir sérstaklega um atvinnuástandið á Flateyri í ljósi þess að fiskiðjufyrirtækið Kambur hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni. Fundurinn var einnig liður í að undirbúa fyrirhugaðan fund með öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis um stöðuna. Einnig ræddu ráðherrarnir ýmis önnur málefni kjördæmisins