Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ráðið Bergþór Ólason, sem aðstoðarmann og mun hann hefja störf á morgun, 1. ágúst.
Bergþór er að ljúka B.S prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Undanfarið ár hefur hann starfað sem ráðgjafi hjá Lýsingu hf., en þar á undan starfaði hann hjá Heklu hf. Bergþór hefur setið í stjórn S.u.s síðan 1999 og var formaður Egils, f.u.s. í Borgarnesi á árunum 1997-1999. Hann var formaður Íslandsdeildar NESU (samtök norrænna viðskipta- og hagfræðinema) 1999-2000 og í stjórn Mágusar, félags viðskiptafræðinema 1999-2000.