Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, situr í dag, mánudag, og á morgun, þriðjudag, fund samgönguráðherra Norðurlandanna sem haldinn er í Björneborg í Finnlandi. Jafnframt hittast nú í fyrsta skipti samgönguráðherrar Norðurlandanna og samgönguráðherrar Eystrarsaltsríkjanna. Á fundi ráðherranna eru til umræðu ýmis sameiginleg hagsmunamál þjóðanna á sviði samgangna. Á miðvikudag verður samgönguráðherra í Noregi þar sem hann mun kynna sér sérstaklega póstþjónustu Norðmanna í dreifbýli með stjórnarformanni og forstjóra Íslandspósts hf.