Í dag, fimmtudag, mun Sturla Böðvarsson vera á opnum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Hótel Örk í Hveragerði.

Fundurinn byrjar klukkan 20:00.

Aðrir framsögumenn á fundinum eru Drífa Hjartardóttir og Sólveig Pétursdóttir.

Í janúar og febrúar stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir opnum stjórnmálafundum, með ráðherra flokksins og þingmenn í broddi fylkingar. Síðasti fundurinn, að þessu sinni, verður 12.febrúar næstkomandi.
Dagskrá fundanna má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is.