Það varð mikil bylting á samskiptasviðinu þegar ég opnaði sérstaka heimasíðu www.sturla.is árið 1999. Með því að skrifa á síðuna náði ég að koma á framfæri þeim verkefnum sem ég vann að bæði sem þingmaður, samgönguráðherra og framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga. Þróunarfélagið hélt raunar úti sinni síðu www.snae.is . Því miður varð hlé á því að síðan mín væri aðgengileg þar sem hýsingaraðilinn hætti þjónustu. Nú hefur síðan verið opnuð á ný. Vefþjónustufyrirtækið Hýsingarfélagið (hysingar.is) sem Tactica ehf rekur hefur tekið við að halda síðunni í loftinu og ég hef hugsað mér að hefja hana til vegs og virðingar á ný með því að skrifa og dreifa því sem ég tel áhugavert. Fyrsti pistillinn sem er settur upp að þessu sinni er byggður á grein sem við Hallgerður Gunnarsdóttir konan mín skrifuðum í ritið UMHVERFING sem var gefið út í tilefni þess að sett var upp myndlistarsýningin Umhverfing á Snæfellsnesi. Við Hallgerður tókum að okkur að skrifa um mannlíf og menningu á Snæfellsnesi. Greinin fer hér á eftir.

MANNLÍF OG MENNING Á SNÆFELLSNESI