Samgönguráðherra fer víða í starfi sínu m.a. til að kynna sér líf og starf íbúanna í landinu. Ómögulegt væri að gera grein fyrir öllum heimsóknum ráðherrans en skemmtilegt að gera grein fyrir a.m.k. hluta af öllu því góða fólki sem tekur á móti góðum gestum. Í sjávarþorpinu Suðureyri hefur farið fram ótrúleg uppbygging á síðustu árum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið höndum saman og sameinað krafta sína í þeim tilgangi að laða ferðamenn í þorpið.
Verkefnið hefur vaxið gríðarlega og þegar farið er um þorpið sjá glöggir vegfarendur að búið er að gera upp fjöldan allan af húsum og fjölga gistirýmum margfalt umfram það sem áður var.
Í Mjólkárvirkjun gengur lífið sinn vanagang en þegar ráðherra bar að garði voru starfsmenn að fylgjast með brunanum í Reykjavík. Líflegar umræður um samgöngumál fylgdu síðan í kjölfarið.