Gefin hafa verið út, í einni öskju, fjögur kort af Snæfellsnesi
Reynir Ingibjartsson hefur staðið fyrir gerð þessara korta. Fyrsta kortið kom út sumarið 2003, yfir innri hluta Snæfellsness og hringleiðina sem afmarkast m.a. af Heydalsvegi og Vantaleið. Sumarið 2004 bættist við hringleiðin um miðhluta Snæfellsness, þ.e. svæðið milli Vatnaleiðar og Fróðárheiðar, og þriðja kortið með hringnum kringum Snæfellsjökul. Nú hefur fjórða kortið bæst við, leiðarkort um Snæfellsnes með öllum þeim akstursleiðum, reiðleiðum og gönguleiðum sem koma fyrir á hringleiðakortunum. Á þessu korti er lögð áhersla á þjónustumerkingar og sérkort, m.a. af Arnarstapa og Hellnum.

Kortin eru mjög ítarleg og vönduð, þar sem búið er að velta við nánast hverjum steini og huga að örnefnum og kennileitum og sporin liggja orðið víða um hraun, strendur og fjöll. Leitað hefur verið að gömlum og nýjum leiðum fyrir menn og hesta og margur spottinn fengið nafnið sitt á kort.


Reynir Ingibjartsson afhendir Sturlu Böðvarssyni kortaöskjuna