Samgönguráðherra var viðmælandi Kristjáns Þorvaldssonar í þættinum „Sunnudagskaffi“, síðastliðinn sunnudag.

Margt bar á góma í þættinum eins og miklar framkvæmdir í vegamálum í tíð ráðherra, jafnt um landið sem og á höfuðborgarsvæðinu. Áherslur ráðherra á ferðamálin á þessu kjörtímabili, endurbygging Reykjavíkurflugvallar og færsla hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. yfir til fjármálaráðuneytisins.