Samgönguráðherra hitti Dr. Assaid Kotaite, forseta ICAO, á fundi fyrr í dag. Á fundinum var m.a. rætt um flugöryggismál, alþjóða flugþjónustuna og fleira. Með ráðherra á fundinum voru Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu og Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra.