Samstaða, áhugahópur um slysalausa sýn í umferðinni, afhenti í gær Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrstu heiðursverðlaun samtakanna fyrir framlag hans til umferðaröryggismála. Um leið færði Sturla nýjum samgönguráðherra, Kristjáni L. Möller, kefli fyrir hönd Samstöðu til merkis um að halda áfram starfi samgönguyfirvalda að fækkun umferðarslysa.

Sjá frétt á vef samgönguráðuneytis