Gestir hér á vef samgönguráðherra hafa tekið eftir því að lítil hreyfing hefur verið á vefnum að undanförnu. Ýmislegt liggur þar að baki, miklar annir í öðru, sem vissulega er ekki réttlætanleg afsökun, en einnig ýmsar breytingar, eins og fastagestir taka væntanlega eftir. Þeir sem hingað til hafa heimsótt vefinn á vesturland.is/sturla ættu að temja sér héðan í frá að fara á sturla.is …
Gamla slóðin verður virk um sinn, en formleg slóð á vef samgönguráðherra verður héðan í frá þessi, þ.e. www.sturla.is Reynt verður eftir fremsta megni að halda vefnum við, þannig að á honum megi sjá það helsta úr starfi ráðherra, greinar og ræður. Viðhald vefjar sem þessa er daglegt brauð, ef svo má segja, og vissulega má alltaf gera betur. Ábendingar um vefinn og innihald hans eru því vel þegnar.