Höfnin í Stykkishólmi verður fyrst hafna á Íslandi til að fá Bláfánann. Formaður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir afhendir bæjarstjóranum í Stykkishólmi, Óla Jóni Gunnarssyni, Bláfánann við sérstaka athöfn við höfnina í Stykkishólmi í dag, 13. júní kl. 16.00.
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Til að öðlast Bláfánann þurfa smábátahafnir að hafa lagt sig fram um að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu í höfninni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.