Sturla Böðvarsson svaraði munnlegri fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar um aukningu umferðar.
„1. Hver er aukning umferðar um veginn á milli Selfoss og Reykjavíkur síðustu tíu árin, sundurgreint eftir árum?“
„2. Hver er aukning umferðar frá Reykjavík til Þorlákshafnar um Þrengsli, síðustu tíu árin, sundurgreint eftir árum?“
Hér fer á eftir tafla um aukningu umferðar um Hellisheiði og Þrengsli. Tölurnar eru gefnar upp í ÁDU eða árdagsumferð sem er meðalumferð á dag.
Ár | Hringvegur Hellisheiði | Þrengslavegur |
1996 | 3590 | 760 |
1997 | 3640 | 820 |
1998 | 4040 | 870 |
1999 | 4270 | 930 |
2000 | 4560 | 980 |
2001 | 4890 | 1040 |
2002 | 5050 | 1080 |
2003 | 5270 | 1100 |
2004 | 5640 | 1100 |
2005 | 5990 | 1230 |
Samkvæmt þessu hefur aukning umferðar á Hringvegi um Hellisheiði verið 67% frá 1996 til 2005 og aukning umferðar um Þrengsla veg 62% á sama tímabili.
Til samanburðar þá hefur aukning á umferð á sama tímabili á hringvegi sunnan Þingvallavegar verið 53% eða úr 6.700 bílum í 10.200 bíla sem er 71% meiri umferð en á veginum um Hellisheiði, miðað við umferð ársins 2005.
Á veginum um Reykjanesbraut sunnan Straumsvíkur hefur umferðaraukningin á umræddu tímabili verið 65% eða úr 5.600 bílum í 9.300 bíla sem er 51% meiri umferð en á veginum um Hellisheiði, miðað við umferð ársins 2005.
Ár | Hringvegur á Hellisheiði | Hringvegur sunnan Þingvallavegar | Reykjanesbraut sunnan Straumsvíkur | Þrengsla-vegur |
1996 | 3590 | 6720 | 5660 | 760 |
1997 | 3640 | 6930 | 5870 | 820 |
1998 | 4040 | 7970 | 6330 | 870 |
1999 | 4270 | 8790 | 6890 | 930 |
2000 | 4560 | 8090 | 7280 | 980 |
2001 | 4890 | 8920 | 7460 | 1040 |
2002 | 5050 | 9200 | 7460 | 1080 |
2003 | 5270 | 9520 | 7880 | 1100 |
2004 | 5640 | 9460 | 8220 | 1100 |
2005 | 5990 | 10260 | 9320 | 1230 |
Umferðaraukning | 67% | 53% | 65% | 62% |
Samanburður við Hellisheiði | 4270 | 3330 | ||
Umferð umfram umf. á Hellisheiði | 71% | 56% |