Tengingar við aðra vefi

Á þessari tenglasíðu er vísað í það efni sem helst tengist starfi mínu sem forseti Alþingis og sem fyrsti þingmaður Norðvesturskjördæmis.

STJÓRNSÝSLA

Á vef Alþingis er að finna þingræður, öll þingskjöl, upplýsingar um þingmenn og lagasafn.

Á vef Stjórnarráðs Íslands er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi ráðuneyta, tilkynningar og reglugerðir.

SAMGÖNGUMÁL

Ýmsar stofnanir á sviði samgöngumála hafa komið sér upp veglegum vefjum. Á vef  Vegagerðarinnar eru ávallt nýjustu upplýsingar um færð og veður á vegum um land allt.
Siglingastofnun Íslands varð til við samruna Hafnamálastofnunar, Siglingamálastofnunar og Vitastofnunar Íslands þann 1. október 1996. Á vef hennar er m.a. að finna upplýsingar um veður og sjólag hverju sinni.

Flugmálastjórn fer með flugumferðarstjórn yfir Íslandi og stórum hluta Norður-Atlantshafs, hún gefur út upplýsingar er varða flug á og við Ísland og annast rekstur allra flugvalla á Íslandi nema Keflavíkurflugvallar. Loftferðaeftirlit sér um eftirlit með öllum flugrekstraraðilum og loftförum á Íslandi og hefur það með höndum útgáfu skírteina flugliða.

Umferðarstofa annast stjórnsýslu á sviði umferðarmála og sinnir í meginatriðum þeim verkefnum sem Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð höfðu umsjón með til 1.okt 2002. Um er að ræða skráningu ökutækja, tæknileg atriði sem tengjast ökutækjum, umferðarreglur og reglur um hvíldartíma ökumanna, forskriftir um skoðun ökutækja og eftirlit með skoðunarstofum og skráningu á evrópskum heildargerðarviðurkenningum ökutækja á EES-svæðinu fyrir Norðurlöndin.

Rétt er að benda áhugafólki um samgöngumál á vef sem Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, heldur út www.samgongur.is.

Rannsóknarnefnd sjóslysa kannar orsakir allra sjóslysa er íslensk skip varða. Nefndin rannsakar einnig öll slys þar sem manntjón verða svo og önnur slys á sjó. Á sama hátt rannsakar Rannsóknarnefnd flugslysa þau óhöpp er verða í flugi og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakar slys sem verða í umferðinni.

FERÐAMÁL

Ferðamálastofa annast skipulagningu og áætlanagerð um íslensk ferðamál.

Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu.

FJARSKIPTAMÁL

Póst- og fjarskiptastofnun hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála hér á landi eftir því sem mælt er fyrir í lögum. Póst- og fjarskiptastofnunin er sjálfstæð stofnun en undir yfirstjórn samgönguráðherra.

Þegar Pósti og síma var skipt upp tók Íslandspóstur við póstdreifingu en Landssími Íslands við fjarskiptamálum.  Önnur fjarskiptafyrirtæki eru Vodafone, Hive, Farice o.fl.

NORÐVESTURKJÖRDÆMI

VESTURLAND

Vesturlandsvefurinn er opinber heimasíða Vesturlands en þar má finna tengingar við allt vestlenskt efni á vefnum eins og dagatal funda og menningarviðburða í landshlutanum og upplýsingar úr firmaskrá Vesturlands. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi má finna ýmsar upplýsingar sem viðkoma sveitarfélögunum í þessum landshluta.

Héraðsfréttablaðið Skessuhorn er vikublað á Vesturlandi, auk þess sem það heldur úti lifandi fréttavef um málefni Vesturlands. Skessuhorn er ekki eitt um að miðla fréttum af Vesturlandi á Netinu því Stykkishólms-Pósturinn er einnig til í vefútgáfu. Öll fjölmennari sveitarfélögin á Vesturlandi eru komin á vefinn, en þau eru Akranesbær, Borgarbyggð, Dalabyggð, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær.

Hrísdalur er í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hrísdalshestar  bjóða upp á alhliða og tamningu og þjálfun hrossa í fullkomnu og glæsilegu 32 hesta hesthúsi ásamt reiðhöll.

VESTFIRÐIR

Á Vestfjarðarvefnum  er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast ferðaþjónustu og afþreyingu í fjórðungnum. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur það hlutverk að efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Bæjarins besta er héraðsfréttablað sem gefið er út vikulaga á Ísafirði og fréttavefnum Tíðis er haldið úti á Patreksfirði.

Líkt og á Vesturlandi eru fjölmennari sveitarfélögin á Vestfjörðum með vefsíður. Þau eru Hólmavíkurhreppur, ÍsafjörðurSúðavíkurhreppurÞingeyrarvefurinn og Vesturbyggð.

NORÐURLAND VESTRA

Northwest.is er ferðaþjónustu- og upplýsingavefur um sveitarfélögin á þessu landssvæði.

Skagafjordur.com heldur úti fréttavef um málefni Skagafjarðar. Húnahornið er fréttavefur sem fjallar um það sem efst er á baugi á Blönduósi og í nágrenni. Nokkur af stærri sveitarfélögum á Norðurlandi vestra eru á vefnum, en þau eru BlönduósbærSkagaströnd, og Sveitarfélagið Skagafjörður.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

Heimasíða Sjálfstæðisflokksins: www.xd.is

AÐRIR VEFIR

pressan.is

amx.is

mbl.is

visir.is

DV.is

eyjan.is

——————————————————————————–
www.sturla.is