Ágætu samherjar í Norðvesturkjördæmi.

Að loknum alþingiskosningum vil ég færa öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þakkir fyrir stuðninginn. Frambjóðendum og þeim fjölmörgu sem unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu að glæsilegum sigri okkar vil ég færa þakkir og hamingjuóskir fyrir frábært starf og einstakan árangur. Það er von mín að hið skýra umboð sem kjósendur hafa veitt okkur til forystu í kjördæminu skapi okkur styrk og aðstöðu til að ná markmiðum okkar í þágu fólksins í kjördæminu.

Sturla Böðvarsson